Sögð tilbúin í barn númer tvö

Harry og Meghan eru sögð vera tilbúin í barn númer …
Harry og Meghan eru sögð vera tilbúin í barn númer 2. AFP

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan hertogaynja af Sussex eru sögð vera orðin tilbúin til að stækka fjölskyldna. Sonur þeirra Archie varð eins árs nú í vor. 

„Núna þegar þau eru búin að koma sér vel fyrir á nýju heimili og allt annað í lífi þeirra gengur vel, hefur Meghan sagt Harry að nú sé tími til að búa til börn. Hún er tilbúin í að eignast annað barn og getur ekki beðið eftir því að byrja á því,“ er haft eftir heimildarmanni Us Weekly um málið. 

„Meghan elskar að vera mamma. Það veitir henni mikla hamingju að sjá hversu heill og hamingjusamur Harry er eftir að Archie kom í heiminn. Meghan er örugg um að annað barn verði fullkomlega viðráðanlegt og muni veita þeim enn meiri ást og hamingju. Hún og Harry eru mjög spennt fyrir næsta kafla í lífi fjölskyldunnar,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Harry og Meghan fluttu til Los Angeles í Bandaríkjunum á þessu ári og festu kaup á húsi í Montecito-hverfi í sumar.  

mbl.is