Tvíburar Hörpu Kára komnir með nöfn

Tvíburasynir Hörpu Kára eru komnir með nöfn.
Tvíburasynir Hörpu Kára eru komnir með nöfn.

Förðunarmeistarinn Harpa Káradóttir og sambýlismaður hennar Guðmundur Böðvar Guðjónsson eru búin að gefa tvíburasonum sínum nafn. Litlu drengirnir hafa fengið nöfnin Kári og Kristján. 

Harpa birti mynd af drengjunum sínum á Instagram í dag þar sem nöfnin fengu að fylgja með. Kári og Kristján komu í heiminn þann 23. júlí síðastliðinn og eru því tveggja mánaða gamlir.

Barnavefurinn óskar fjölskyldunni til hamingju!

View this post on Instagram

Kári & Kristjàn 🤍

A post shared by Harpa Káradóttir (@harpakara) on Sep 24, 2020 at 8:07am PDT

mbl.is