Konunglegt barn á leiðinni

Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa eiga von á barni.
Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa eiga von á barni. AFP

Eugenie prinsessa og eiginmaður hennar Jack Brooks­bank eiga von á sínu fyrsta barni saman. Prinsessan greindi frá gleðitíðundunum á Instagram en á sama tíma kom opinber tilkynning frá Buckingham-höll. 

„Jack og ég erum svo spennt fyrir byrjun árs 2021,“ skrifaði Eugenie á Instagram. Hún birti mynd af sér og eiginmanni sínum sem og mynd af litlum ungbarnaskóm. Litla barnið verður ellefta í röðinni að bresku krúnunni og er ólíklegt að það fái konunglegan titil. 

Í tilkynningu frá höllinni kemur fram að foreldrar Eugenie, Andrés prins og Sarah Ferguson, foreldrar Jacks Brooksbanks og Elísabet drottning og Fil­ipp­us her­togi séu himinlifandi með fregnirnar.

Eugiene prins­essa sem er þrítug og Jack Brooks­bank sem er 34 ára gengu í hjóna­band 12. októ­ber árið 2018. Hjónin byrjuðu að hittast árið 2011 eftir að þau kynntust á skíðum í Sviss. 

View this post on Instagram

Jack and I are so excited for early 2021....👶🏻

A post shared by Princess Eugenie (@princesseugenie) on Sep 25, 2020 at 1:18am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert