Obama-systur þreyttar á foreldrum sínum

Michelle Obama segir dæturnar Söshu og Maliu vera orðnar þreyttar …
Michelle Obama segir dæturnar Söshu og Maliu vera orðnar þreyttar að vera alltaf með foreldrum sínum. skjáskot/Instagram

Ein og margar fjölskyldu í Bandaríkjunum hefur Obama fjölskyldan þurft að halda sig heima í marga mánuði vegna kórónuveirunnar. 

Í spjalli við Conan O'Brien sagði Michelle Obama fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna að dætur hennar, Sasha og Malia, hafi notið þess að vera heima með foreldrunum í upphafi faraldursins en með haustinu virðist þær vera komnar með nóg af því. 

„Við vorum öll mjög skipulögð og eyddum deginum hvert við sína iðju, stelpurnar mættu enn í tíma í vor. Þannig við unnum og svo hreyfðum við okkur og hittumst svo á kvöldin. Og við gerðum eitthvað skemmtilegt á kvöldin, fengum okkur kokteila og spiluðum spil,“ sagði Obama um kórónuveirulífið. 

„Þetta var snemma í heimsfaraldrinum. Ég held að fyrst hafi þeir orðið þreyttar á okkur, sem var í lagi því við vorum orðin þreytt á þeim. Og síðan kom sumarið og við gátum farið aðeins meira út, og við fórum á Martha's Vineyard, þar sem við erum enn, og það er meira pláss og svona. Og núna eru stelpurnar komnar aftur í Zoom-tíma í skólanum. Þær eru í fjarnámi og þær eru ekki lengur spenntar fyrir því að vera með okkur,“ sagði Obama. 

Obama sagði einnig frá því að eiginmaður hennar, Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sé búinn að vera svo upptekinn við að klára að skrifa bókina sína að hann hafi haft takmarkaðan tíma til þess að fara í taugarnar á henni. Bókin er væntanleg í nóvember, eftir forsetakosningarnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert