Kynlífið öðruvísi eftir barnsburð

Nikki Bella segir kynlífið vera öðruvísi eftir barnsburð.
Nikki Bella segir kynlífið vera öðruvísi eftir barnsburð. skjáskot/Instagram

Fyrrverandi hnefaleikakonan Nikki Bella segir að kynlífið eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn sé öðruvísi. Hún eignaðist sitt fyrsta barn með rússneska dansaranum Artem Chigvinstev þann 31. júlí síðastliðinn. 

Nikki og tvíburasystir hennar Brie halda úti hlaðvarpsþáttunum Total Bellas Podcast. Þar ræddu þær systur um kynlíf eftir fæðingu en Brie eignaðist son daginn eftir systur sinni, þann 1. ágúst. 

„Ég beið ekki einu sinni í sex vikur, ég byrjaði bara eftir 5 vikur. Ég var bara „Jæja ég er gróin, það er í lagi með mig!“ Jafnvel þó að það virtist ekki vera þannig kvöldið áður. En það var í lagi. Þetta var frekar öðruvísi,“ sagði Nikki. 

„Mér leið eins og líffærin væru að detta út úr mér. Ég hugsaði hvort ég hefði aðeins farið fram úr mér,“ sagði Nikki. Systir hennar stoppaði hana svo af og sagði henni að nú væru þær búnar að tala nóg um píkurnar sínar í bili. 

mbl.is