Nefndi frumburðinn eftir látnum bróður sínum

Joaquin Phoenix nefndi frumburð sinn eftir bróður sínum River, sem …
Joaquin Phoenix nefndi frumburð sinn eftir bróður sínum River, sem lést árið 1993. AFP

Joker-leikarinn Joaquin Phoenix og leikkonan Rooney Mara eignuðust son á dögunum. Sonurinn er einnig kominn með nafn og heitir hann eftir River, bróður Phoenix. River Phoenix lést árið 1993, aðeins 23 ára gamall. 

Rússneski kvikmyndagerðarmaðurinn Victor Kossakovsky tilkynnti fæðingu barnsins og nafn þess á viðburði á kvikmyndahátíðinni í Zürich. Viðburðurinn var í kringum sýningu á heimildarmyndinni Gunda, sem Phoenix kom að. 

Kossakovsky var spurður af hverju Phoenix væri ekki á staðnum. „Hann var að eignast barn, hann heitir ... eignaðist fallegan son að nafni River. Svo hann getur ekki kynnt myndina núna,“ sagði Kossakovsky. 

Mara og Phoenix kynntust þegar þau léku saman í kvikmyndinni Mary Magdalene árið 2016. Þau trúlofuðu sig í fyrra.

mbl.is