Elsti sjónvarpsþáttur landsins snýr aftur

Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris …
Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos eru kynnar þáttarins. Ljósmynd/Stundin okkar

Stundin okkar, elsti sjónvarpsþáttur landsins, snýr aftur á sunnudagskvöldið klukkan 18.  Eins og í fyrra eru það eingöngu krakkar sem stýra þættinum sem er byggður upp af fjölbreyttum smáseríum.

Aðalkynnar þáttarins eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg, Tómas Aris Dimitropoulos sem öll eru að stíga sín fyrstu skref í sjónvarpsþáttagerð. Fjöldi annarra krakka kemur einnig fram í þættinum.

Smáseríurnar sem verða á dagskrá þáttanna í vetur eru mjög fjölbreyttar. Þar má nefna Víkingaþrautina sem er leikin sería um fjóra krakka sem eru að vinna skólaverkefni á Þjóðminjasafninu þegar þau leysa óvart ævafornan víking úr álögum. 

mbl.is