Nærfataengill á von á barni

Elsa Hosk á von á sínu fyrsta barni með Tom …
Elsa Hosk á von á sínu fyrsta barni með Tom Daly. Skjáskot/Instagram

Sænska fyrirsætan Elsa Hosk á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Tom Daly. Hosk er fyrirsæta hjá Victoria's Secret og tók þáttk í tískusýningum þeirra frá 2011 til 2018. 

„Er búin að halda þessum engli í bumbunni minni leyndum í nokkurn tíma. Gæti ekki verið spenntari og heppnari að vera að fara eignast barn og hefja nýjan kafla í lífi mínu með manni drauma minna,“ skrifaði Hosk undir óléttumynd af sér. 

Hosk og Daly hafa verið saman síðan 2015. Þau hafa haldið sambandi sínu úr sviðsljósinu á síðustu árum og eru aðeins nýlega farin að birta myndir hvort af öðru á samfélagsmiðlum. 

mbl.is