Malta gerir ekki tilkall til tannar Georgs

Georg prins með steingervinginn dýrmæta ásamt föður og litla bróður.
Georg prins með steingervinginn dýrmæta ásamt föður og litla bróður. AFP

Náttúruvísindastjarnan David Attenborough gaf Georg prins steingerving af tönn úr útdauðri tegund hákarls. Steingervinginn fann hann á Möltu og í fyrstu virtist sem Maltverjar vildu fá dýrgripinn aftur.

Í viðtali við Times of Malta virtist menningarmálaráðherra landsins, José Herrera, ætla að ganga í málið og gefið var í skyn að hann vildi tönnina heim. Sagði hann að menningarverðmæti Maltverja hefðu endað erlendis en ættu heima á Möltu. 

Daginn eftir útskýrði talsmaður ráðuneytisins hins vegar að ráðherrann ætlaði ekki að gera neitt í máli Georgs. 

Tönn­ina fann Atten­borough í fjöl­skyldu­fríi á Möltu á 7. ára­tug síðustu ald­ar. Hún er tal­in vera um 23 millj­óna ára göm­ul og er úr megalodon-há­karli.

Sir David Attenborough heimsótti kóngafólkið og kom færandi hendi.
Sir David Attenborough heimsótti kóngafólkið og kom færandi hendi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert