Fór í ófrjósemisaðgerð eftir barn númer 2

Brie Bella fór í ófrjósemisaðgerð eftir að hún átti son …
Brie Bella fór í ófrjósemisaðgerð eftir að hún átti son sinn. Skjáskot/Instagram

Hnefaleikakonan fyrrverandi Brie Bella ætlar ekki að eignast fleiri börn. Hún eignaðist sitt annað barn, Buddy, í lok sumars og lét í kjölfarið fjarlægja eggjaleiðara sína. 

Bella og eiginmaður hennar Daniel Bryan eiga einnig dótturina Birdie Joe sem er þriggja ára. Í hlaðvarpsþáttum sínum, Total Bellas Podcast, greindi Bella frá því að hún ætlaði ekki að eignast fleiri börn. 

„Ég veit ekki hvort ég var búin að segja frá þessu áður, en ég lét fjarlægja eggjaleiðarana mína. Jábbs, þessi mamma ætlar ekki að eignast fleiri börn,“ sagði Bella. 

Bella sagði að henni og Bryan þætti nóg að eiga tvö börn. „Sérstaklega þar sem við vorum svo heppin að eignast strák, þannig að við eigum eitt af hvoru, sem er mjög gaman,“ sagði Bella í viðtali við People

Hún segist um tíma hafa hugsað sér að eiga bara eitt barn en síðan kom sonurinn í heiminn og þá leið henni eins og líf hennar væri fullkomnað.

mbl.is