Prinsinn sorgmæddur yfir mynd Attenboroughs

Georg prins varð sorgmæddur yfir nýjustu heimildarmynd David Attenborough.
Georg prins varð sorgmæddur yfir nýjustu heimildarmynd David Attenborough. AFP

Vilhjálmur Bretaprins segir sjö ára son sinn, Georg, hafa beðið sig að slökkva á nýrri heimildarmynd Davids Attenboroughs, A Life On Our Planet, þegar þeir voru að horfa á hana saman.

Í heimildarmyndinni fjallar Attenborough um allar þær breytingar sem hann hefur séð á jörðinni síðan hann byrjaði að fjalla um náttúrulífið. Þar er meðal annars fjallað um áhrif mannsins á jörðina og útdauðar dýra- og plöntutegundir. 

Í viðtali við Sky News í vikunni sagði Vilhjálmur Bretaprins að sér fyndist erfitt að halda í jákvæðnina í samtali við börnin sín um náttúruna. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá finnst mér erfitt að halda uppi jákvæðninni við mín eigin börn. Og þá upplifir maður svolítið svona andartakskilning,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagðist ítrekað hafa litið í eigin barn og hugsað hvort hann gerði nóg til að stuðla að umhverfisvernd. 

Prinsinn sagði að börnin hans, Georg, Karlotta og Lúðvík, elskuðu að horfa á heimildarmyndir Attenboroughs en nýjasta mynd hans hefði verið of mikið fyrir þann elsta. 

„Sú nýjasta, um útdauðar tegundir  við Georg þurftum að slökkva á henni. Við urðum svo sorgmæddir þegar myndin var um það bil hálfnuð. Hann sagði við mig: „Mig langar ekki að horfa meira á þetta,““ sagði Vilhjálmur.

Vilhjálmur Bretaprins segir börnin sín elska náttúrulífsmyndir Attenborough.
Vilhjálmur Bretaprins segir börnin sín elska náttúrulífsmyndir Attenborough. AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / DUCHESS OF CAMBRIDGEAFP/
mbl.is