Birta Líf tilkynnti óléttu í þættinum með Sunnevu

Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir halda úti hlaðvarpinu …
Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir halda úti hlaðvarpinu Teboðið.

Sunneva Eir Einarsdóttir áhrifavaldur heldur úti hlaðvarpinu, Teboðið, ásamt æskuvinkonu sinni, Birtu Líf Ólafsdóttur. Hlaðvarpsþátturinn hefur notið mikilla vinsælda og var megin markmiðið að tala um stjörnurnar í Hollywood.

Í síðasta þætti bar þó aldeilis til tíðinda þegar Birta Líf tilkynnti að hún væri ólétt en hún á í ástarsambandi við Gunnar Patrik Sigurðsson. 

Eins og alþjóð veit er Sunneva Eir kærasta Benedikts Bjarnasonar sem er nemi og sonur fjármálaráðherrans, Bjarna Benediktssonar og eiginkonu hans, Þóru Margréti Baldvinsdóttur. 

„Ég á lítið kórónubarn sem kemur í apríl 2021,“ sagði Birta Líf í hlaðvarpinu og játaði að hún hefði ekki sagt mörgum það. Nú vita það líklega örlítið fleiri.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.  

mbl.is