Búin að kynna nýja kærastann fyrir sonum sínum

Megan Fox og Machine Gun Kelly
Megan Fox og Machine Gun Kelly Samsett mynd

Leikkonan Megan Fox er búin að kynna nýja kærastann sinn, rapparann Machine Gun Kelly, fyrir sonum sínum þremur. Fox skildi við barnsföður sinn Brian Austin Green fyrr á þessu ári og var stuttu seinna komin í samband með rapparanum. 

„Hann hitti strákana hennar í fyrsta skipti fyrir stuttu. Megan fannst það eðlilegt skref að stíga þar sem samband þeirra er orðið alvarlega. Þau eru búin að skuldbinda sig í þessu sambandi. Þau eru að skipuleggja framtíðina saman,“ sagði heimildamaður People um málið. 

Fox og Green eiga saman synina Noah Shannon, Bodhi Ransom og Journey River. 

Fox og Kelly opnuðu sig um sambandið snemma sumars eftir að myndir af þeim tveimur fóru á flakk í fjölmiðlum í maí. Þá greindi Green frá því að þau væru skilin eftir 10 ára hjónaband.

mbl.is