Fluttu með börnin úr borginni í sveitina

Van Der Beek fjölskyldan við Miklagljúfur.
Van Der Beek fjölskyldan við Miklagljúfur. Skjáskot/Instagram

Leikarinn James Van Der Beek og eiginkona hans Kimberly Van Der Beek eru flutt frá Los Angeles borg til Texas í Bandaríkjunum. Van Der Beek hjónin ákváðu að flytja úr borginni í sveitina, meðal annars til að gefa börnunum sínum tækifæri til að vera frjálsari. Þau eiga fimm börn saman.

Fjölskyldan tæmdi húsið í Los Angeles í byrjun mánaðar og tók sér tæpar tvær vikur til að ferðast um landið á leið sinni til Texas. Þau komu meðal annars við í Miklagljúfri í Arizona ríki á leiðinni.

Mikið hefur gengið á hjá fjölskyldunni síðastliðna 10 mánuði. „Á síðustu tíu mánuðum höfum við misst tvö börn seint á meðgöngunni og Kimberly hefur endað á spítala í bæði skiptin. Jólunum eyddum við með áhyggju af því að Kimberly væri með æxli (læknarnir höfðu ekki rétt fyrir sér), viðskiptafélagi stakk mig í bakið og eyðilagði verkefni, ég var rekinn snemma úr dansþætti og mamma mín dó,“ skrifaði James á Instagram síðu sína um flutningana. 

Hann bætti við að ofan á allt þetta hafi svo heimsfaraldur bæst við sem allt leiddi til þess að þau langaði til að breyta til. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert