Splæsti í fokdýran bílstól frá Rolls Royce

Offset og Cardi B eiga tveggja ára gamla dóttur sem …
Offset og Cardi B eiga tveggja ára gamla dóttur sem á ansi flottan bílstól. AFP

Hin tveggja ára gamla Kulture, dóttir tónlistarfólksins Offsets og Cardi B, lætur ekki bjóða sér hvaða bílstól sem er. Faðir hennar birti mynd af glænýjum barnabílstól dóttur sinnar sem er af flottari gerðinni. 

Bílstóllinn sem barnið situr í er frá Rolls Royce en Offset sagði gripinn kosta átta þúsund bandaríkjadali eða rúmlega 1,1 milljón íslenskra króna. Bílsætið er úr ljósbrúnu leðri og sérmerkt Kulture litlu auk þess að vera merkt Rolls Royce. 

„Átta þúsund dala bílstóll og ég skal veðja að það verður hnetusmjör og sulta komið út um allt eftir viku,“ skrifaði rapparinn við myndina af stólnum á Instagram. 

View this post on Instagram

8 thousand dollar car seat and i bet it has peanut butter and jelly on it in 1 week 😂

A post shared by OFFSET (@offsetyrn) on Oct 12, 2020 at 1:00pm PDT

mbl.is