Eignaðist barn í miðju prófi

Brianna Hill eignaðist barn sitt í miðju lögmannsréttindaprófi.
Brianna Hill eignaðist barn sitt í miðju lögmannsréttindaprófi. Ljósmynd/Brianna Hill

Laganeminn Brianna Hill eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun október. Hill átti barnið ekki undir neinum venjulegum kringumstæðum heldur í miðju prófi. 

Hill var í miðju lögmannsréttindaprófi á heimaskrifstofu sinni í Chicago þegar hún fann að barnið var á leiðinni. Prófið er í fjórum hlutum og tekið á tveimur dögum. Hún komst í gegnum fyrstu tvo hlutana af prófinu og missti svo vatnið.

Ef hún hefði hætt í prófinu þarna hefði hún þurft að bíða þar til í febrúar með að taka það. Hill hafði eytt fjórum mánuðum í að læra fyrir prófið, sem hafði verið frestað vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. 

Eftir fyrstu tvo hlutana fór hún upp á spítala og barnið kom heilbrigt í heiminn milli klukkan tíu og ellefu um kvöldið.

Næsta morgun, eftir örlitla hvíld, hélt Hill áfram í lögmannsréttindaprófinu í rúminu á spítalanum. Hún kláraði tvo seinni hlutana og gat gefið barni sínu brjóst í 30 mínútna pásu á milli hlutanna tveggja. 

New York Times

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert