Kristján Danaprins 15 ára

Kristján Danaprins er 15 ára.
Kristján Danaprins er 15 ára. Ljosmynd/Kongehuset.dk

Kristján Danaprins er 15 ára í dag, þann 15. október. Danska konungsfjölskyldan sendi frá sér nýjar myndir af piltinum í tilefni dagsins. Á myndunum má sjá að prinsinn er ekkert barn lengur og er ansi fullorðinslegur í fínum fötum sem og hversdagslegum fötum. 

Myndirnar af Kristjáni voru birtar á heimasíðu konungsfjölskyldunnar sem og á samfélagsmiðlum. Þar kom einnig fram að prinsinn ætlaði að fagna afmælinu með fjölskyldu sinni. 

Kristján er elsta barn Friðriks krónsprins og Mary krónsprinsessu. Hinn 15 ára gamli prins er því annar í erfðaröðinni á eftir Friðriki föður sínum en Kristján á þrjú yngri systkini. Á eftir honum í erfðaröðinni eru systkini hans þau Ísabella prinsessa og tvíburarnir Vincent og Jósefína. 

mbl.is