Tilfinningaþrunginn söngur eftir barnsmissi

John Legend kom fram á Billboard-tónlistarverðlaunahátíðinni en stutt er síðan …
John Legend kom fram á Billboard-tónlistarverðlaunahátíðinni en stutt er síðan að hann missti ófætt barn sitt. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn John Legend stal senunni á Billboard-tónlistarverðlaununum í nótt. Hann söng lagið sitt Never Break og tileinkaði það eiginkonu sinni, fyrirsætunni Chrissy Teigen, en þau misstu barnið sem hún gekk með fyrir tveimur vikum. 

„Þetta er fyrir Chrissy,“ sagði Legend áður en hann hóf upp raust sína við flygilinn. Flutningurinn var afar tilfinningaríkur og snerti marga sem horfðu á útsendinguna í ljósi þess sem hjónin eru að ganga í gegnum. 

Chrissy Teigen og John Legend misstu ófætt barn sitt fyrir …
Chrissy Teigen og John Legend misstu ófætt barn sitt fyrir stuttu. AFP

Eftir flutninginn lýsti kynnir kvöldsins, Kelly Clarkson, yfir stuðningi við Legend og Teigen. 

„Ég vil taka smá stund til þess að tala um vin minn sem veitir mér innblástur á hverjum degi,“ sagði Clarkson. „Ekki bara sem tónlistarmaður og lagahöfundur heldur sem manneskja. John Legend er ein af mínum uppáhaldsmanneskjum á þessari jörð og það er auðvelt fyrir okkur að líða þannig af því hann og Chrissy búa bara yfir þessari hlýju og bjóða okkur öll inn í heim sinn, hápunktana og lágpunktana,“ sagði Clarkson sem lauk ræðunni með því að senda hjónunum kveðju á þessu erfiðu tímum. Hún gaf einnig í skyn að flutningur Legends hefði verið í uppáhaldi hjá sér á verðlaunahátíðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert