Dóttirin fór með sleipiefni í skólann

Summer ætlaði að taka með sér spritt í skólann en …
Summer ætlaði að taka með sér spritt í skólann en tók með sér sleipiefni. Ljósmynd/Colourbox.dk

Skosk móðir fór hjá sér þegar fimm ára gömul dóttir hennar, Summer, fór með sleipiefni í skólann. Telpan litla taldi sig vera með spritt í jakkavasanum og var bara að passa upp á sóttvarnir í kórónuveirufaraldrinum. 

Hin 36 ára gamla móðir sagði í viðtali á vef skoska Sun að hún hefði fengið sleipiefnið í leik hjá Ann Summers. Ann Summers selur meðal annars hjálpartæki ástalífsins. Hin fimm ára gamla telpa heitir Summer og tók sleipiefnið þar sem það var með stöfunum hennar á. 

„Fyrir tveimur dögum var ég að þvo skólajakkann hennar Summer og áttaði mig á því að hún fór með sleipiefnið í skólann,“ sagði móðirin sem sagðist hafa skammast sín í fyrstu og leitt hugann að því hvort kennararnir hefðu fundið efnið. „Ég hugsa að þeir hefðu tekið það af henni ef þeir hefðu fundið það.“

„Ég var bara að sótthreinsa hendurnar á mér svo ég fái ekki veiruna,“ sagði telpan þegar móðir hennar spurði af hverju hún væri með sleipiefnið í vasanum. „Summer sagði að sér hefði fundist það gott af því það var hlýtt og mjúkt. Í ljós kom að þetta var hitasleipiefni sem ég vann.“

Þrátt fyrir að móðirin hafi skammast sín fyrir atvikið í byrjun er hún farin að sjá fyndnu hliðina á atvikinu. Segist hún ætla stríða dóttur sinni þegar hún verður eldri og minna hana á þegar hún fór með sleipiefni í skólann.

Summer sá stafina sína á sleipiefninu.
Summer sá stafina sína á sleipiefninu. Ljósmynd/Ann Summers
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert