Elskar líkama sinn meira eftir óvænta heimafæðingu

Drengurinn litli kom óvænt í heiminn þremur vikum fyrir tímann.
Drengurinn litli kom óvænt í heiminn þremur vikum fyrir tímann. Skjáskot/Instagram

Líkamsræktarþjálfarinn Emily Skye segist kunna enn betur að meta líkama sinn eftir að hún fæddi barn sitt óvænt heima í stofu í sumar. Fæðingu barnsins bar brátt að og fæddi hún barnið ein og óstudd heima í stofunni sinni. 

„Ég gerði þetta allt heima, alveg sjálf. Ég gerði þetta. Líkami minn gerði þetta. Líkami minn ýtti barninu sjálfur út, mér finnst það svo magnað. Ég sagði við sjálfa mig: ef mér líkar einhvern tímann ekki við líkama minn þarf ég að muna eftir þessu andartaki og muna hvað hann gerði,“ sagði Skye. 

Skye opnaði sig um fæðinguna í viðtali við People á dögunum en sonur hennar, Izaac, fæddist tveimur vikum fyrir tímann. Hún segir að hún hafi haft einhverja undarlega tilfinningu í kroppnum kvöldið áður en ekki hugsað mikið um það. 

Hún fann fyrir samdráttum um nóttina en segir þá hafa meira líkst tíðakrömpum en hríðum. Um morguninn tók hún æfingu heima í stofu og lék svo við dóttur sína. Þar sem hún var með dóttur sína á bakinu í hestaleik fann hún að hún var að fara af stað í fæðingu.

Eiginmaður hennar hringdi á sjúkrabíl og kom hann þegar litli drengurinn var rúmlega hálfur kominn í heiminn. Hún fæddi hann svo með aðstoð bráðaliðanna og var svo flutt á sjúkrahúsið. 

View this post on Instagram

I cried when I first saw my body in the mirror after I gave birth to Izaac (6 hours before I took this pic). It wasn’t because I didn’t like what I saw, it was because I was IN LOVE with my body & was in complete AWE of what it had just done. It had literally birthed my son on it’s own at home - I didn’t even have to push - it did it itself! 🙌🏼😍 HOW FREAKIN AMAZING ARE OUR BODIES?!!! ⁣⁣⁣ ⁣⁣⁣ I’ve never in my life loved my body more & instead of criticising it & picking out our every little so called “flaw” (which I’d done for many of my younger years) I cried with joy & gratitude & thanked it. 🙏🏼⁣⁣⁣ ⁣⁣⁣ It makes me sad that so many women including my old self dislike their bodies. 😔 I am so blessed to grow, birth & breastfeed my 2 precious babies. 🙌🏼😃 I honestly couldn’t care less about having extra fat, cellulite, saggy skin or stretch marks. 🤪⁣⁣⁣ ⁣⁣⁣ 💙 SO GRATEFUL 🙏🏼⁣⁣ ⁣ ⁣⁣⁣ #postpartumbody #postpartum #justgavebirth #myamazingbody #blessedmumma #6hourspostpartum

A post shared by ᗴᗰIᒪY ᔕKYᗴ | 𝘍𝘪𝘵𝗇𝖾𝗌𝗌 + 𝖧𝖾𝖺𝗅𝗍𝗁 (@emilyskyefit) on Aug 6, 2020 at 3:23am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert