Foreldrar barnastjörnu í hatrammri forræðisdeilu

Foreldrar Lil Tay eru ósammála um hvernig framtíð hennar eigi …
Foreldrar Lil Tay eru ósammála um hvernig framtíð hennar eigi að líta út. Skjáskot/Instagram

Angela Tian og Christopher Hope, foreldrar rapparans Lil Tay, standa nú í harðri forræðisdeilu um dóttur sína. Lil Tay hefur gert gott mót síðastliðin ár á samfélagsmiðlum með tónlist sinni.

Hin 13 ára gamla Lil Tay er með 1,8 milljónir fylgjenda á Instagram og yfir 200 þúsund áskrifendur að youtuberás sinni. Allri þessari frægð fylgja miklir fjármunir. 

Samkvæmt heimildum TMZ eru foreldrar hennar, sem búsettir eru í Kanada, ekki sammála um hvernig framtíð dóttur þeirra eigi að líta út. Þau berjast því nú bæði fyrir forræði yfir dóttur sinni og yfir því hvort þeirra fær að stýra ferðinni í tónlistarferli dótturinnar. 

View this post on Instagram

More than ur rent 😪😂😂😂😂 more then ur Auntie that’s 200k in Cash 😂😂

A post shared by @ liltay on May 15, 2018 at 1:41pm PDT

Móðir hennar vill leyfa henni að ráða hvaða efni hún sendir frá sér og hvernig efni hún sendir frá sér á samfélagsmiðlum. Faðir hennar vill heldur stýra henni í átt að hefðbundnari ferli í tónlist og leiklist. Hann hefur miklar áhyggjur af því efni sem dóttir hans lætur inn á samfélagsmiðla. 

Lil Tay hefur ekki deilt neinu á samfélagsmiðlum síðan sumarið 2018 þegar faðir hennar fékk dómsúrskurð um að hún mætti ekki birta meira á samfélagsmiðlum. Þá var hún aðeins 11 ára gömul. 

Í því efni sem hún sendi frá sér fyrir dómsúrskurðinn blótaði hún mikið og montaði sig af auðæfum sínum.

View this post on Instagram

LIL TAY AINT GOT NO LICENSE 🚫🧢 BUT I STILL BE ON THAT ROCKSTAR LIFE 🤟🏽👩🏼‍🎤

A post shared by @ liltay on Mar 25, 2018 at 5:17pm PDT

mbl.is