Foreldrahlutverkið eins og að reka gistiheimili

Eva Mendes segir dætur sína vera eins og reiða og …
Eva Mendes segir dætur sína vera eins og reiða og drukkna gesti á hóteli. Ljósmynd/Alexander Tamargo

Leikkonan Eva Mendes grínaðist á dögunum með að foreldrahlutverkið væri eins og að reka gistiheimili með erfiðum viðskiptavinum. Mendes á tvær dætur með eiginmanni sínum Ryan Gosling. 

Í viðtali við Sydney Morning Herald opnaði Mendes sig um foreldrahlutverkið. „Stundum líður mér eins við séum að reka einhvers konar gistiheimili með mjög drukknum og ágengum gestum. Okkur líður í alvöru eins og við vinnum á hóteli og gestirnir eru reiðir, stjórnsamir og heimta að við færum þeim mat. Og þegar þeir fara loksins að sofa þurfum við að þrífa upp eftir þá og tala um hvernig þeir komu fram við okkur,“ sagði Mendes. 

Hún segir að það sé erfitt að ala upp tvö börn á meðan heimsfaraldur geisar en að þau reyni að vera jákvæð. 

„Þegar okkur líður eins og við sitjum í súpunni, eins og öllum foreldrum líður um þessar mundir, minnum við okkur á að þetta séu góðir tímar því við erum öll saman og öll örugg,“ sagði Mendes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert