Pitt vill fá börnin yfir nótt um jólin

Angelina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og Brad Pitt árið 2013.
Angelina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og Brad Pitt árið 2013. AFP

Leikarahjónin fyrrverandi Brad Pitt og Angelina Jolie eiga enn í forræðisdeilu. Mál þeirra er fyrir dómi þessa dagana. Þau eru þó ekki sögð alveg sammála um hvernig þau ætla að verja jólunum. 

Búið var að ákveða hvernig börnin áttu að verja hátíðisdögunum sem eru í vændum. Pitt átti meðal annars að fá að hitta börnin á jóladag. Heimildarmaður Us Weekly segir Pitt nú vilja að börnin gisti líka heima hjá honum. Þetta er ekki einföld ákvörðun fyrir fólk sem er búið að vera í fjögur ár að reyna að finna út úr forræðisskiptingu. Heldur heimildarmaðurinn því fram að dómari ákveði hvort börnin gisti. Ákvörðun verður tekin í nóvember. 

Pitt og Jolie tilkynntu skilnað sinn í september 2016. Síðan þá hafa lögmenn þeirra verið með annan fótinn inni í dómssal. Þau eiga enn eftir að komast að endanlegri niðurstöðu um hvernig forræði barna þeirra verður háttað. Saman eiga stjörnurnar Pax sem er 16 ára, Zahöru 15 ára, Shiloh 14 ára og tvíburana Knox og Vivienne sem eru 12 ára. Maddox er 19 ára og telst því fullorðinn.

Angelina Jolie og Brad Pitt ásamt börnum sínum árið 2013.
Angelina Jolie og Brad Pitt ásamt börnum sínum árið 2013. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert