Eignaðist fjórða barnið á sex árum

Emily Maynard og eiginmaður hennar Tyler Johnson eiga von á …
Emily Maynard og eiginmaður hennar Tyler Johnson eiga von á fimmta barninu. Skjáskot/Instagram

Bachelorette- og Bachelor-stjarnan Emily Maynard tilkynnti á dögunum að hún hefði eignast sitt fimmta barn. Eiginmaður Maynard er Tyler Johnson og er þetta þeirra fjórða barn saman. 

Raunveruleikastjarnan fyrrverandi eignaðist sitt fyrsta barn árið 2005 með þáverandi unnusta sínum Ricky Hendrick. Hendrick lést hins vegar í flugslysi stuttu áður en frumburður þeirra kom í heiminn. 

Maynard vann 15. seríu af The Bachelor og trúlofaðist Brad Womack árið 2011. Þau slitu trúlofun sinni og var hún valin í Bachelorette árið eftir. Þar trúlofaðist hún Jeffrey Holm. Þau slitu trúlofun sinni einnig. 

Hún giftist Johnson árið 2014 og eignuðust þau sitt fyrsta barn árið 2015. 

View this post on Instagram

ready or not #5 @mtylerjohnson

A post shared by Emily Maynard Johnson (@emilygmaynard) on Oct 16, 2020 at 4:19pm PDT

mbl.is