McConaughey misnotaður sem unglingur

Matthew McConaughey og eiginkona hans, Camila Alves.
Matthew McConaughey og eiginkona hans, Camila Alves. AFP

Matthew McConaughey segist hafa verið misnotaður af öðrum karlmanni þegar hann var unglingur. Þetta kemur fram í nýútkomnum æviminningum hans Greenlights

Hann hafi verið í bíl með öðrum manni sem síðan kýldi hann kaldan og misnotaði hann meðan hann var meðvitundarlaus. Hann var þá átján ára gamall. Hann veitir ekki frekari upplýsingar um árásina í bókinni en segist þó aldrei hafa upplifað sig sem fórnarlamb. 

Þá segir hann að sín fyrsta kynlífsupplifun hafi ekki verið með samþykki. „Ég var kúgaður til kynlífs þegar ég var 15 ára. Ég var viss um að ég færi til helvítis fyrir að stunda kynlíf utan hjónabands en í dag er ég nokkuð viss um að sú verði ekki raunin.“

McConaughey er 50 ára og giftur Camilu Alves. Saman eiga þau þrjú börn.

mbl.is