42 ára og langar í sjötta barnið

Katie Price á fimm börn.
Katie Price á fimm börn. skjáskot/Instagram

Glamúrfyrirsætan Katie Price á fimm börn en langar nú að stækka fjölskylduna með nýja kærastanum, Carl Woods. Price sagði aðdáendum sínum frá því að hún væri hætt á getnaðarvörn og ekki að passa sig. 

Price og Woods ræddu barneignir sínar í youtubeþætti. Þar tók Price óléttupróf þar sem kom í ljós að hún væri ekki ólétt. Áður en hún tók prófið sögðu þau barn velkomið og ef hún væri ekki ólétt reyndu þau bara aftur. 

Price, sem er 42 ára, hefur verið með hinum 31 árs gamla Woods síðan í júní. Woods hefur nú þegar lært margt af kærustunni sem veit eitt og annað um barneignir. Hann er meðal annars búinn að læra að konur geta ekki orðið þungaðar hvenær sem er heldur hefur hann aðeins lítinn glugga í hverjum mánuði til að barna kærustu sína. 

Price á fimm börn með þremur mönnum en hún hefur verið gift þrisvar. mbl.is