Fanney og Teitur eignuðust son

Sonur Fanneyjar og Teits er kominn í heiminn.
Sonur Fanneyjar og Teits er kominn í heiminn. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn og feg­urðardrottn­ing­in fyrr­ver­andi, Fann­ey Ingvars­dótt­ir, og unnusti henn­ar Teit­ur Páll Reyn­is­son eignuðust dreng á föstudaginn. Þetta er annað barn þeirra Fann­eyj­ar og Teits en fyr­ir eiga þau dótt­ur­ina Kol­brúnu Önnu sem er þriggja ára. 

„Elsku litli unginn okkar kom í heiminn í gærmorgun, 23.10.20 eftir 41 viku meðgöngu. 14 merkur og 51 cm af hreinni fullkomnun og við getum ekki hætt að stara á þennan draumaprins. Kolbrún Annan mín er stoltasta stóra systir í heimi,“ skrifaði Fanney og birti myndir af nýfædda drengnum. 

Barnavefur mbl.is óskar fjölskyldunni til hamingju. 

mbl.is