Barnastjarna nefnir soninn ekki Malcolm

Frankie Mun­iz á von á syni með eiginkonu sinni Paige …
Frankie Mun­iz á von á syni með eiginkonu sinni Paige Price

Barnastjarnan Frankie Muniz á von á sínu fyrsta barni, en Muniz varð frægur þegar hann lék Malcolm í þáttunum Malcolm in the Middle. Því miður fyrir aðdáendur hans fær frumburður hans ekki nafnið Malcolm. 

Hinn 34 ára gamli leikari greindi frá því á Twitter að hann og eiginkona hans Paige Price væru búin að ákveða nafn en enn er töluvert í að barnið fæðist. 

„Við erum búin að velja nafn á litla strákinn okkar. Reynið að giska ... Þið getið það aldrei ...“ tísti Muniz. 

Tveimur dögum seinna kom annað tíst frá Muniz:

„Nei ... Ég ætla ekki að nefna son minn Malcolm.“mbl.is