Elton John er Barbie en ekki Ken

Elton John Barbie.
Elton John Barbie. Mattel

Mattel, framleiðandi Barbie, var að setja í sölu Barbie-dúkku sem er innblásin af tónlistarmanninum Elton John. Elton John er því Barbie-dúkka en ekki Ken-dúkka. Barbie-dúkkur eru vanalega konur ólíkt Ken-dúkkunum. 

Þrátt fyrir að dúkkan heiti The Elton John Barbie lítur hún ekki nákvæmlega eins út og tónlistarmaðurinn. Dúkkan er klædd í eins skrautleg og glitrandi föt og þau sem Elton John er þekktur fyrir. Barbie-dúkkan er einnig með sólgleraugu í anda tónlistarmannsins og í þykkbotna stígvélum. 

Barbie-dúkkan er nú fáanleg í vefverslun Barbie. Hún kemur í takmörkuðu upplagi og svo að sem flestir geti keypt hana má aðeins kaupa tvær í einu. 

Elton John er þekktur fyrir sólgleraugu og skrautlegan klæðnað.
Elton John er þekktur fyrir sólgleraugu og skrautlegan klæðnað. AFP
mbl.is