Skemmtu sér við að búa til barn í samkomubanni

Hilary Duff á von á þriðja barninu.
Hilary Duff á von á þriðja barninu. AFP

Hollywood-leikkonan Hilary Duff á von á kórónuveirubarni með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Matthew Koma. Hjónin tilkynntu að von væri á barni á tveggja ára afmæli dóttur þeirra. 

„Við erum að stækka!!! Aðallega ég,“ skrifaði Duff á Instagram. Eiginmaður hennar tók hins vegar öðruvísi til orða og sagði þau hafa skemmt sér vel í samkomubanni. Hann tilkynnti svo að von væri á þriðja barninu á næsta ári. 

Barnið verður annað barn þeirra saman en fyrir á Duff átta ára gamlan son með fyrrverandi eiginmanni sínum. 

View this post on Instagram

We are growing!!! Mostly me ...

A post shared by Hilary Duff (@hilaryduff) on Oct 24, 2020 at 8:28am PDT

View this post on Instagram

lol quarantine was fun. Baby #3 - 2021

A post shared by Matthew Koma (@matthewkoma) on Oct 24, 2020 at 8:28am PDT

mbl.is