Fyrirsæta ætlar ekki að greina frá kyni barns síns

Sebastian Bear-McClard og Emily Ratajkowski eiga von á barni.
Sebastian Bear-McClard og Emily Ratajkowski eiga von á barni. AFP

Ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski opinberaði að hún væri ólétt á forsíðu Vogue. Í pistli í tímaritinu segist hún ekki ætla að greina frá kyni barns síns.

Í pistlinum talar hún um að þegar hún og eiginmaður hennar, Sebastian Bears-McClard, segja fólki frá því að þau eigi von á barni séu þau spurð hvort þau langi meira í stelpu eða strák. 

„Við segjum fólki að við munum ekki vita kyn barns okkar fyrr en það er 18 ára og þá muni það segja okkur það. Allir hlæja að þessu. En það er sannleikur í svari okkar, sannleikur sem gefur til kynna að það sé miklu flóknara heldur en hvaða kynfæri barnið okkar gæti fæðst með: sannleikurinn er að við höfum ekki hugmynd um hver - frekar en hvað - er að vaxa og dafna í kvið mínum. Hver verður þessi manneskja?,“ skrifar Ratajkowski. 

Í pistlinum, sem er hægt að lesa í Vogue, ræðir hún um hugmyndir samfélagsins um kyn og að þegar hún hafi verið lítil stelpa hafi hún séð fyrir sér að hún myndi eignast litla stelpu sem liti út eins og hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert