Sett í megrun 10 ára gömul

Olivia Culpo var sett í megrun þegar hún var 10 …
Olivia Culpo var sett í megrun þegar hún var 10 ára gömul. Skjáskot/Instagram

Fegurðardrottningin Olivia Culpo segir að sér hafi liðið illa með útlit sitt þegar hún var barn og alltaf fundist hún vera „litli ljóti andarunginn“ í fjölskyldunni. Þegar hún var 10 ára var hún of þung og var sett í megrun. 

„Þegar ég var krakki fannst mér ég ótrúlega ljót, sem er skelfilegur hlutur. Ég var allt öðruvísi en aðrir. Eldri systir mín leit út eins og barbídúkka. Ég var of þung. Ég þurfti að horfa á sjálfa mig í speglinum og segja sjálfri mér að ég væri öðruvísi, því ég var það,“ sagði Culpo í hlaðvarpinu Emergency Contact. 

„Pabbi okkar er frábær pabbi, en hann er A-týpa og hefur hlaupið yfir 12 maraþon. Þegar ég var 10 ára var ég sett í megrun og áttaði mig á því að ef þú leggur hart að þér þá uppskerðu. Þetta byrjaði allt þar,“ sagði Culpo.

View this post on Instagram

A beach and a bikini and no screaming toddler sounds reaaaally nice right now 🤩

A post shared by Olivia Culpo (@oliviaculpo) on Oct 24, 2020 at 12:40pm PDT

mbl.is