Ástrós Rut og Davíð eiga von á barni

Davíð og Ástrós eiga von á barni saman.
Davíð og Ástrós eiga von á barni saman. Skjáksot/Instagram

Ástrós Rut Sig­urðardótt­ir á von á barni með kærasta sínum Davíð Erni Hjartarsyni. Ástrós er með fjölda fylgjenda á Instagram þar sem hún greindi frá komu barnsins. Hún opnaði sig einnig um hvernig það er að eiga von á barni stuttu eftir lát eiginmanns síns. 

„Davíðsson/dóttir lítur dagsins ljós í apríl '21,“ skrifaði Ástrós á Instagram. „Já, við erum öll að springa úr ást og tilhlökkun.“

Ástrós missti eiginmann sinn Bjarka Má Sigvaldason á síðasta ári eftir langa baráttu við krabbamein. Með Bjarka á hún dótturina Emmu Rut sem er tveggja ára. Krabbameinsbarátta Bjarka vakti mikla athygli og fóru þau Ástrós og Bjarki í fjölda viðtala. 

Ástrós er staðráðin í að halda áfram með lífið. Fyrr á árinu greindi hún frá því að hún væri komin með kærasta. Í sögu á Instagram útskýrði Ástrós að fólk samgleddist þeim Davíð sem á eitt barn fyrir. Fjölskylda Bjarka fékk að vita af óléttunni um leið og þau komust í gegnum 12 vikna sónar. 

mbl.is