Hræddist ekki kynlíf eftir meðgöngu

Ashley Graham.
Ashley Graham. AFP

Fyrirsætan Ashley Graham eignaðist sitt fyrsta barn í janúar á þessu ári. Hún segir að konur spyrji sig oft hvort hún hafi verið hrædd við að stunda kynlíf eftir meðgönguna en hún segir að svo hafi ekki verið. 

„Margar konur hafa spurt mig: „Varstu ekki hrædd við að stunda kynlíf aftur?“ Alls ekki, og ástæðan er sú að ég veit að píkan er gerð til að eignast barn og ýta því út. Og ég vissi að hún myndi verða aftur eins. Það er allt þarna enn þá, mér líður eins en húsgögnin eru kannski ekki á sama stað,“ sagði Graham í viðtali við People

Hún segir að hún og eiginmaður hennar Justin Ervin séu dugleg að búa til tíma fyrir sig tvö. „Við förum í göngutúr, við förum út að borða, förum á rúntinn. Það hefur verið virkilega gott fyrir okkur því allur sólarhringurinn snýst um son okkar og við erum bæði í vinnu núna, þannig að við þurfum þennan aukatíma fyrir bara okkur tvö, tíma sem við höfðum endalaust af áður,“ sagði Graham. 

Hún segir að þau hafi líka búið til tíma til að stunda kynlíf í kringum svefntíma sonarins. „Þegar þú ert með lítið barn þá sefur það yfirleitt í tvo tíma eða svo, þannig að við setjum hann í vögguna hinum megin í herberginu og snúum okkur að efninu,“ sagði Graham.

mbl.is