Langar í börn með nýja eiginmanninum

Lily Allen langar í börn með nýja eiginmanninum.
Lily Allen langar í börn með nýja eiginmanninum. AFP

Tónlistarkonuna Lily Allen langar til að eignast börn með nýja eiginmanninum sínum, David Harbour. Allen á tvær dætur, þær Marie Rose og Ethel Mary, sem eru sjö og níu ára gamlar. 

Allen og Harbour gengu í það heilaga í Las Vegas í síðasta mánuði. Í viðtali við The Sunday Times var hún spurð hvort þau Harbour stefndu á barneignir. 

„Ég held það. Sérstaklega af því Marie er orðin svo stór,“ sagði Allen. Aðspurð hvort hún sakni þess að eiga lítið barn sagði hún: „Ég geri það. Ég sakna litlu skrímslanna hlaupandi um húsið.“

Hún sagðist þó mögulega ætla að bíða í nokkur ár áður en hún gengur aftur með börn. „Ég er á virkilega góðum stað. Ég veit ekki hvort mig langar til að rugla í hormónunum akkúrat núna,“ sagði Allen. 

mbl.is