Símon fékk veiruna og missti af fæðingu dóttur sinnar

Símon Geir Geirsson lögreglumaður og Íris Edda Heimisdóttir rannsóknarlögreglumaður greindust …
Símon Geir Geirsson lögreglumaður og Íris Edda Heimisdóttir rannsóknarlögreglumaður greindust með kórónuveiruna. Hann missti af fæðingu dóttur sinnar í kjölfarið. Ljósmynd/Lögreglumaðurinn

Símon Geir Geirsson lögreglumaður greindist með kórónuveiruna 18. júní. Þá var eiginkona hans gengin 38 vikur á leið. Í viðtali við tímaritið Lögreglumaðurinn lýsir hann því hvernig honum hafi liðið þegar hann missti af fæðingu dóttur sinnar. 

„Þetta var mikið sjokk og áfall. Heimurinn eiginlega hrundi þegar þetta kom upp,“ viðurkennir Símon. Tilhugsunin um að missa af fæðingu barnsins, fyrstu andartökum þess og að geta ekki verið konu sinni innan handar á þessum viðkvæmu dögum hafi verið ömurleg. Hann segir að þetta sýni hvað því geti fylgt að vera maki lögreglumanns. Verkefnin geti bæði verið hættuleg og erfið og þeir sem eru í framlínunni geti aldrei vitað hvað bíður þeirra. Vinnan fari oft fram á næturnar og um helgar auk þess sem trúnaðarskylda kemur í veg fyrir að hægt sé að ræða það sem upp kemur í vinnunni við makann.

„Við upplifðum allar tilfinningarnar. Maður verður reiður, pirraður, vonsvikinn og fúll,“ segir hann um daginn sem þau fengu fréttirnar um að hann væri smitaður af COVID-19. Símon fór í bústaðinn, eins og áður kemur fram, og segir að það hafi verið erfiður tími. Stuðningurinn sem þau hafi veitt hvert öðru hafi hins vegar verið ómetanlegur. „Við gátum rætt hlutina og þau einkenni sem komu upp. Maður þurfti ekki að vera einn með sínum hugsunum.“

Hann segir að fyrstu einkennin sem hann fann hafi verið miklir höfuðverkir. Hann hafi svo fundið fyrir tímabundnu lyktar- og bragðleysi auk hefðbundinna flensueinkenna.

„Ég slapp rosalega vel.“ Hann viðurkennir að hann hafi verið smeykur fyrst eftir að hafa verið greindur. „Mér fannst þetta alveg hrikalegt. Það vill hins vegar svo til að bróðir minn er lögreglumaður í Vestmannaeyjum og hann fór að segja mér sögur af smituðum Eyjamönnum sem við þekkjum báðir þaðan. Þá róaðist hugurinn. Ég var svo með einkenni í sjö daga,“ útskýrir hann en í sjö daga til viðbótar hafi hann þurft að vera í einangrun – reglum samkvæmt.

Fæðingin í beinni á Messenger

Svo fór að konan hans fór af stað á meðan hann var í bústaðnum.

„Ég fékk að fylgjast með fæðingunni í gegnum vídeósamtal á Messenger,“ segir hann. Það hafi verið erfitt því hann hafi ekki heyrt allt það sem fram fór. Á einum tímapunkti hélt hann að ráðast ætti í keisaraskurð en það hafi verið misskilningur hjá honum. „Konan mín stóð sig eins og hetja og þetta gekk rosalega vel. Það var skrýtið að fá ekki að klippa á naflastrenginn og líka að geta ekki haldið

HÉR er hægt að lesa viðtalið í heild sinni. 

mbl.is