Sakar Green um að mála upp ljóta mynd af sér

Megan Fox og Brian Austin Green standa í skilnaði.
Megan Fox og Brian Austin Green standa í skilnaði. AFP

Leikarahjónin Megan Fox og Brian Austin Green staðfestu fréttir um skilnað sinn í vor. Nú andar köldu á milli foreldranna. Fox er ósátt við hvernig Green birtir myndir af börnum þeirra á samfélagsmiðlum og málar upp ljóta mynd af henni í leiðinni. 

„Vona að þið hafið öll átt góða hrekkjavöku,“ skrifaði Green á Instagram og birti mynd af sér og þriggja ára gömlum syni þeirra Journey River í búningum. 

Fox var ekki sátt við myndbirtinguna og hellti sér yfir barnsföður sinn á netinu.

„Af hverju þarf Journey að vera á myndinni? Það er ekki erfitt fyrir þig að klippa hann út. Eða velja aðra mynd sem hann er ekki á,“ skrifaði leikkonan. „Ég átti mjög góða hrekkjavöku með þeim í gær og samt eru þau ekki á samfélagsmiðlum mínum. Ég veit að þú elskar börn þín. En ég veit ekki af hverju þú getur ekki hætt að nota þau á Instagram.“ 

Því næst sakaði Fox barnsföður sinn um að gefa í skyn að hún væri fjarlæg móðir með myndbirtingum sínum. Hann væri hins vegar alltaf pabbi ársins á samfélagsmiðlum. 

Green fjarlægði myndina stuttu eftir að Fox skrifaði athugasemd við hana. Hann birti sömu mynd aftur en sonurinn var ekki á myndinni. 

Samskipti Fox og Greens gætu verið betri en þau skildu eftir tíu ára hjónaband í vor. Saman eiga þau synina Noah Shannon sjö ára, Bodhi Ransom sex ára og Journey sem er þriggja ára. Green á einnig soninn Kassius með fyrrverandi konu sinni Vanessu Marcil. 

View this post on Instagram

Omg. #CommentsByCelebs

A post shared by Comments By Celebs (@commentsbycelebs) on Nov 1, 2020 at 2:24pm PST

mbl.is