Víðir og Alma sýna magnaða danstakta

Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sýndu mjög góða danstakta þegar þau dönsuðu fyrir átakið „Dansað fyrir Duchenne“. Hulda Björk Svansdóttir er móðir Ægis Þórs sem er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn en hún leggur mikið á sig til þess að auka vitund fólks um sjúkdóminn. Upp á síðkastið hafa Hulda Björk og Ægir Þór dansað með ýmsum stórmennum eins og til dæmis Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. 

„Ég segi oft í þessum myndböndum að dansinn geri allt betra,“ segir Hulda Björk Svansdóttir. 

Alma og Víðir, Hulda Björk og Ægir Þór dönsuðu við lagið Happy með Pharrell Williams sem er einn mesti stuðsmellur sem út hefur komið í poppheiminum. Ef þig langar að setja þig í spor þeirra geturðu ýtt á play hér fyrir neðan og hækkað vel! Þú munt komast í einstakt partístuð og lundin léttast um meira en helming. mbl.is