Fyrstu mánuðirnir erfiðir

Katherine Schwarzenegger pg Chris Pratt eignuðust dóttur í sumar.
Katherine Schwarzenegger pg Chris Pratt eignuðust dóttur í sumar. AFP

Katherine Schwarzenegger, rithöfundur og dóttir Arnolds Schwarzeneggers, eignaðist sitt fyrsta barn með leikaranum Chris Pratt í ágúst. Bróðir hennar, leikarinn Patrick Schwarzenegger, sagði fyrstu mánuðina í móðurhlutverkinu hafa verið erfiða fyrir systur sína.  

„Það hefur verið mjög erfitt út af Covid. Chris hefur verið í tökum á nýju Júragarðsmyndinni í Lundúnum svo þetta hefur verið frekar erfitt fyrir Katherine,“ sagði Patrick Schwarzenegger í viðtali við bandaríska sjónvarpsþáttinn Today að því er fram kemur á vef E!. 

Patrick Schwarzenegger, systkini og móðir þeirra Maria Schriver fara í reglulega í próf áður en þau hitta Lylu litlu Mariu Schwarzenegger Pratt. Hann hittir litlu frænku því oft en er enn að venjast þeirri hugmynd að systir hans eigi barn.

Christina Schwarzenegger, Arnold Schwarzenegger, Patrick Schwarzenegger, Maria Shriver og Katherine …
Christina Schwarzenegger, Arnold Schwarzenegger, Patrick Schwarzenegger, Maria Shriver og Katherine Schwarzenegger öll saman komin. AFP
mbl.is