Ræðir um forréttindi við börn sín

Kate Hudson á þrjú börn.
Kate Hudson á þrjú börn. AFP

Kate Hudson segist leggja mikið upp úr því að kenna börnum sínum um forréttindi. 

„Það eina sem þú átt rétt á er þak yfir höfuðið, matur og ást mín,“ er það sem Hudson segir börnunum sínum þremur en hún vill ekki ala upp tilætlunarsöm börn. Þetta kemur fram í tímaritinu Health.

„Ég er mjög slök gagnvart málefnum hjartans. Og ég er almennt mjög afslöppuð svo lengi sem allir eru að gera sitt. Það er munur á því sem maður á rétt á og svo forréttindi. Allt umfram það sem maður á rétt á eru forréttindi og ég mun taka þau forréttindi ef barn virðir ekki siðferðislegan áttavita heimilisins.“

mbl.is