„Litla fjallið“ fékk sterkt íslenskt nafn

Hafþór Júlíus og Kelsey Henson létu skíra son sinn um …
Hafþór Júlíus og Kelsey Henson létu skíra son sinn um helgina. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Vöðvatröllið Hafþór Júlíus Björnsson og eiginkona hans, Kelsey Henson, létu skíra son sinn á sunnudaginn og tilkynntu nafn sonarins á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Sonurinn fékk nafnið Stormur Magni Hafþórsson. 

Kelsey greindi merkingu nafnsins á Instagram en Stormur merkir einfaldlega stormur að hennar sögn. Magni merkir hins vegar máttur eða styrkur auk þess sem sonur Þórs hét Magni. 

Fylgjendur þeirra á Instagram óskuðu þeim til hamingju með nafnið og var crossfit-stjarnan Annie Mist sérstaklega ánægð með nafnið. 

„Guð minn góður, ég elska þetta nafn svo mikið!! Þetta er nafnið sem mig hefur langað að nefna son minn síðustu 15 ár,“ skrifaði Annie Mist. Sjálf eignaðist Annie dóttur á árinu og er það hennar fyrsta barn. mbl.is