Svona verður bumban falin

Mandy Moore á von á barni.
Mandy Moore á von á barni. AFP

Leik- og söngkonan Mandy Moore á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Taylor Goldsmith. Moore er í tökum á þáttaröðinni This is Us og þarf að reyna að fela óléttukúluna í hlutverki Rebeccu Pearson. 

„Ég er viss um að þú sérð Rebeccu halda oft á fullum þvottakörfum og vera með stór veski eða eitthvað álíka næstu mánuðina,“ sagði Moore í viðtali við bandaríska sjónvarpsþáttinn Today. „Ég hef líka heyrt að þau geti breytt í eftirvinnslunni ef þess er þörf. Ég geri ráð fyrir að það verði fleiri skot sem .... já, sýna ekki jafn oft allan líkamann.“

Í viðtalinu ræddi Moore sem á von á sér eftir áramót hvernig henni leið fyrstu mánuðina og spennuna fyrir nýja hlutverkinu. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni. 

mbl.is