Foreldrar kvörtuðu undan Obama

Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. AFP

Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þurfti að hætta að þjálfa körfuboltalið dóttur sinnar eftir að foreldrar barna í öðrum liðum kvörtuðu yfir því að forsetinn væri að þjálfa lið barna þeirra.

Í nokkuð skemmtilegum kafla í nýrri æviminningabók sinni, A Promised Land, lýsir Obama því hvernig körfubolti og billjard urðu haldreipi hans á erfiðum tímum í Hvíta húsinu. Kaflabrotið birtist í The Sunday Times um helgina.

Sasha, yngri dóttir Obama-hjónanna, æfði körfubolta á þeim tíma sem Barack var forseti og þótt þau Michelle hafi lofað sjálfum sér að verða ekki foreldrarnir sem öskra á dómarann urðu þau nákvæmlega þeir foreldrar. 

„Eftir að hafa fylgst með krúttlegum en ruglingslegum leikjum, ávkáðum við Reggie [Reggie Love, ráðgjafi Obama] að bjóða fram aðstoð okkar og teiknuðum upp nokkra leiki og héldum nokkrar óformlegar æfingar fyrir liðið,“ skrifar Obama. 

Í liðinu var einnig Maisey, barnabarn Joe Biden, þáverandi varaforseta og nýkjörins forseta Bandaríkjanna. 

Obama og Love stýrðu nokkrum æfingum og náði liðið góðum árangri í úrslitakeppninni. Það fór hins vegar ekki vel í foreldra barna í liðunum sem spiluðu við lið dóttur Obama. Foreldrarnir kvörtuðu við skólann og að lokum ákváðu þeir Obama og Love að hætta aukaæfingunum með liðinu.

Barack Obama ásamt dóttur sinni Söshu og vinkonu hennar á …
Barack Obama ásamt dóttur sinni Söshu og vinkonu hennar á körfuboltaleik. Reuters
mbl.is