Þriðja barnið komið í heiminn

Jade Roper og Tanner Tolbert eiga nú þrjú börn.
Jade Roper og Tanner Tolbert eiga nú þrjú börn. Skjáskot/Instagram

Slysabarn Bachelor in Paradise-parsins Jade Roper og Tanner Tolbert er komið í heiminn. Litli drengurinn er þriðja barn foreldra sinna og er aðeins 15 mánuðum yngri en bróðir hans, Brooks. 

Roper og Tolbert tilkynntu um fæðingu sonarins um helgina en hún átti hann heima líkt og Brooks en þó við betri aðstæður. Brooks litli kom nefnilega í heiminn inni í fataskáp foreldra sinna eftir óvænta og hraða fæðingu. mbl.is