Ben Watkins er látinn 14 ára að aldri

Ben Watkins er látinn 14 ára að aldri.
Ben Watkins er látinn 14 ára að aldri. Skjáskot/YouTube

Meistarakokkurinn Ben Watkins er látinn 14 ára að aldri. Watkins var hvað þekktastur fyrir að taka þátt í þáttunum MasterChef Junior. 

Watkins léstur úr gríðarlega sjaldgæfu krabbameini, Angiomatoid Fibrous Histiocytoma, á Lurie barnaspítalanum í Chicago í Bandaríkjunum á mánudag. Hann greindist með krabbameinið 13 ára gamall og þá sögðu læknar fjölskyldunni að hann væri aðeins einn af sex manneskjum í heiminum sem væru með krabbameini. 

Watkins vann á veitingastöðum ásamt foreldrum sínum þegar hann var yngri. Foreldrar hans voru myrt fyrir 3 árum síðan en amma hans hefur hugsað um hann síðan. 

Hann keppti í 6. seríu af MasterChef Junior þegar hann var aðeins 11 ára og var elskaður af aðdáendum þáttanna.

Deadline

mbl.is