Erfiðast að geta ekki haldið á börnunum

Hilaria Baldwin fótbrotnaði í útihlaupi.
Hilaria Baldwin fótbrotnaði í útihlaupi. AFP

Jógakennarinn Hilaria Baldwin lenti í því óhappi á dögunum að fótbrotna. Hún segir það erfiðasta við meiðslin vera að hún getur ekki haldið á börnunum sínum. Hilaria og eiginmaður hennar Alec Baldwin eignuðust sitt fimmta barn saman fyrir tveimur mánuðum. 

Hilaria greindi frá fótbrotinu á Instagram á dögunum en hún var úti að hlaupa þegar hún brotnaði. „Ég fótbrotnaði í gær, af því að þið vitið 2020. Ég fór út að hlaupa og það keyrði bíll hratt fram hjá mér á vegi með enga gangstétt. Ég hljóp upp á vegöxlina í staðinn og þegar ég var að fara niður datt ég og brotnaði. Þetta var kjánalegt og ég er pirruð og leið,“ skrifaði Hilaria. 

Hún sagðist vera staðráðin í því að halda í jákvæðnina á meðan hún jafnar sig.

mbl.is