Sonur Arons og Kristbjargar kominn með nafn

Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson eiga þrjá drengi.
Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson eiga þrjá drengi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnuhetjan Aron Einar Gunnarsson og einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir afhjúpuðu nafn yngsta sonar síns á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Drengurinn fékk nafnið Alexander Malmquist Aronsson. 

Sonurinn kom í heiminn þann 1. október og er þriðji sonur hjónanna. Hjón­in eiga tvo eldri drengi sem heita Óli­ver Breki og Trist­an Þór. 

Hamingjuóskum hefur rignt yfir hjónin. Vinir Arons Einars úr íslenska landsliðinu hafa meðal annars óskað honum til hamingju með fallegt nafn.  

Félagar Arons Einars óskuðu honum til hamingju.
Félagar Arons Einars óskuðu honum til hamingju. Skjáskot/Instagram
mbl.is