Eignast tvíbura eftir 14 fósturlát

Rosanna Davison er ánægð með lífið.
Rosanna Davison er ánægð með lífið. Skjáskot/Instagram

Dótt­ir írska söngv­ar­ans Chris De Burgh og fyrr­ver­andi ung­frú heim­ur, Ros­anna Dav­i­son, hefur eignast tvíburastráka. 

Davison og maður hennar Wes Quirke höfðu átt í erfiðleikum með að eignast börn. Hún hafði 14 sinnum misst fóstur og gengið í gegnum erfiðar frjósemisaðgerðir. Þau eignuðust sitt fyrsta barn með hjálp staðgöngumóður en svo varð Davison sjálf óvænt ólétt að tvíburum.  Hún er því þriggja barna móðir í dag. Strákarnir heita Hugo og Oscar og dafna vel. Hjónin eru sögð í skýjunum.

mbl.is