Sængurgjöf frá Witherspoon sló í gegn

Mindy Kaling og Reese Witherspoon eru góðar vinkonur.
Mindy Kaling og Reese Witherspoon eru góðar vinkonur. AFP

Leikkonan Reese Witherspoon gaf Mindy Kaling afar góða sængurgjöf en Kaling eignaðist annað barn sitt á dögunum.

„Strax og ég kom heim frá spítalanum beið þar falleg gjöf handa báðum börnunum mínum. Svo gaf hún okkur mat þannig að við þurftum ekki að elda í fjóra daga,“ sagði Kaling í viðtali við Popsugar. „Þetta er dæmigerð gjöf frá Witherspoon, eins og hún raunverulega viti hvað gengur á í lífi manns. Það finnst mér aðdáunarvert.“ 

View this post on Instagram

A post shared by Mindy Kaling (@mindykaling)mbl.is