Viktoría og Sóli Hólm eiga von á fimmta barninu

Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm eiga von á barni.
Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm eiga von á barni.

Fjölmiðlafólkið Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm eiga von á sínu fimmta barni. Þessu greina þau frá í forsíðuviðtali við DV í dag. 

Sóli og Viktoría eiga eina dóttur saman en áður en þau tóku saman átti Viktoría eina dóttur og Sóli tvo syni. Það hefur því verið líf og fjör á heimili þeirra síðustu árin og bætist enn í fjörið á næsta ári.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is